SAHĀ þerapía er samfélag sjálfstætt starfandi meðferðaraðila með ólíkan faglega bakgrunn og sérsvið, sem veita heildrænar og sérsniðnar meðferðir fyrir bæði líkamann og huga. Við sameinum sérfræðiþekkingu og nýstárlegar aðferðir til að bjóða upp á heildrænar, skjólstæðingsmiðaðar meðferðir.
Við sköpum öruggt rými þar sem ekkert viðfangsefni er of erfitt
Í meðferðum viljum við að skjólstæðingar okkar upplifi hlýlegt og aðgengilegt rými þar sem ekkert viðfangsefni er of erfitt. Við byggjum meðferðir okkar á faglegri þekkingu í bland við heildrænar aðferðir, til að skapa dýpri nálgun á jafnvægi og vellíðan. Skjólstæðingar eru hvattir til að kanna áskoranir sínar í hlýlegu og fordómalausu umhverfi, með fullvissu um að þeir fá faglegan og umhyggjusaman stuðning.
Við sköpum öruggt rými þar sem ekkert viðfangsefni er of erfitt
Í meðferðum viljum við að skjólstæðingar okkar upplifi hlýlegt og aðgengilegt rými þar sem ekkert viðfangsefni er of erfitt. Við byggjum meðferðir okkar á faglegri þekkingu í bland við heildrænar aðferðir, til að skapa dýpri nálgun á jafnvægi og vellíðan. Skjólstæðingar eru hvattir til að kanna áskoranir sínar í hlýlegu og fordómalausu umhverfi, með fullvissu um að þeir fá faglegan og umhyggjusaman stuðning.
Opin og skapandi
meðferðarnálgun
Nálgun okkar byggir á því að hver skjólstæðingur fái persónulega og umbreytandi meðferð. Við sameinum vísindalegar aðferðir við nýstárlegar meðferðir og styðjumst við fjölbreyttar aðferðir sem eru sérsniðnar að þörfum hvers eins.
Hafðu samband
Hamraborg 1, 200 Kópavogi
saha@sahatherapia.is
Hvort sem þú þarft að tengjast einum af meðferðaraðilunum okkar eða fá ráðleggingar um viðeigandi meðferð, þá erum við hér til að aðstoða.
Við hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurnir, spurningar eða beiðnir, og við munum svara þér sem fyrst. Fyllsta trúnaðar og nafnleyndar er gætt.
